Í mars á næsta ári fagnar Slysavarnadeildin Eykyndill 85 ára afmæli sínu. Í tilefni af þessum tímamótum hefur verið ákveðið að halda opinn kynningarfund föstudaginn 18. október nk. þar sem starfsemi félagsins og dagskrá vetrarins verður kynnt bæði fyrir Eykyndilskonum og væntanlegum nýjum félögum. Að auki munu hinir ýmsu aðilar, sem selja vörur í heimahúsum hér í bæ, verða með stutta kynningu á sínum vörum.
Samkvæmt því sem Elísa Elíasdóttir, formaður félagsins segir, var stefnt á það í haust að allar kvennadeildir innan Landsbjargar héldu opinn kynningarfund með stuðningi frá Landsbjörgu en þegar það gekk ekki ákváðu Eykyndilskonur að halda ótrauðar áfram og útvíkka �??kynningar�?? hugtakið með því að bjóða nokkrum kynningaraðilum í Vestmannaeyjum á fundinn. Ekki verður um eiginlegar kynningar að ræða heldur verða vörurnar til sýnis og kynningaraðilinn mun halda stutta tölu um vörur sínar og hvernig má nálgast þær.
Grímur kokkur ætlar að bjóða konum upp á humarsúpu og boðið verður upp á brauð með henni og svo eitthvað sætt á eftir en drykkjarföng kemur hver með fyrir sig. Reynt verður þó að sjá til þess að engin kona verði þyrst.
�?ær sem verða með kynningar eru Aðalheiður Pétursdóttir með AP-Skart, Berglind Smáradóttir með FM vörurnar, Íris Jónsdóttir með Zinzino, Karen Inga �?lafsdóttir með Active, Lilja �?lafsdóttir með Tuppiware, Sigríður Stefánsdóttir með vörur frá Tótal, og Elísa Elíasdóttir mun kynna starfsemi Eykyndils í fortíð, nútíð og framtíð.
Kynningarfundurinn verður haldinn í Básum, félagsheimili Eykyndils, föstudaginn 18. október. Húsið verður opnað kl. 20 en dagskráin byrjar kl. 20:30. Aðgangur er ókeypis og allar konur eru velkomnar.