Kjartan hefur síðustu daga verið í Vestmannaeyjum og unnið að upplýsingaöflun. Hann segir hugmyndina hafa kviknað eftir að þeir félagar fluttu erlendis. �?Við vorum einhvern tímann að ræða saman og allt í einu vorum við farnir að ræða hversu erfitt það gat verið að nálgast upplýsingar um Vestmannaeyjar á einum stað. Í framhaldinu ákváðum við að kýla á þetta, stofnuðum fyrirtækið 24seven ehf. og stefnum á að opna síðuna goslokahelgina, 4. til 6. júlí.�?
Kjartan segist hafa fengið góð viðbrögð hér í bæ. �?�?að stefnir í að það verði allir í ferðaþjónustu hér innanbæjar á síðunni og svo auðvitað fleiri. Icelandair mun verða einn aðalstyrktaraðili síðunnar og Herjólfur, Flugfélag Íslands, Sparisjóðurinn, Vinnslustöðin og fleiri munu koma að henni líka.�?
Veffang síðunnar verður www.visitwestmanislands.com en síðan verður á íslensku, ensku og þýsku. Kjartan segir það góðan kost að vera með vefsíðu þar sem rannsóknir sýni að helmingur ferðamanna sem til landsins komi, leiti upplýsinga á Netinu. �?Við munum kaupa okkur leitarorð á leitarsíðum, verðum með tengil á heimasíðu Icelandair og hugsanlega munum við fara í sérstaka markaðssetningu þegar við opnum síðuna,�? sagði Kjartan og vildi benda þeim sem ekki hefði verið rætt við að hafa samband við sig í síma 820-0639 eða á netfanginu kjartan@vido.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst