Opnað hefur verið fyrir umsónir á lóðum fyrir hvítu tjöldin á Þjóðhátíð. Sækja þarf um “lóð” á www.dalurinn.is , skrá sig þar inn og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir sé fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út.
Fyrir hvern lengdarmeter sem sótt er um verður tekin 10.000 króna trygging af kreditkorti sem verður færð aftur inn á kortið fyrir Þjóðhátíð.
14. júlí 2021 kl. 10:00
Opnað verður fyrir skráningu á www.dalurinn.is, það þarf að skrá sig inn í kerfið með rafrænum skilríkjum líkt og þegar miðar í Dalinn eru keyptir. Send verður staðfesting á skráningu með tölvupósti.
20. júlí 2021 kl. 10:00
Síðasti dagur skráningar á www.dalurinn.is.
21. – 23. júlí 2021
Staðfesta umsókn um lóð. Það er gríðarlega mikilvægt að staðfesta umsóknir á www.dalurinn.is undir mínar pantanir.
26. júlí 2021
Mánudaginn 26. júlí 2021 verða birtar nákvæmar staðsetningar á lóðum til allra þeirra sem sóttu um á réttan hátt í gegnum dalurinn.is og staðfestu. Þessar upplýsingar munu vera aðgengilegar undir mínar síður á www.dalurinn.is.
Frekari upplýsingar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst