Samkvæmt nokkuð áræðanlegum heimildum hefur stefnan verið sett á að opna Landeyjahöfn fyrir helgi. Dæluskipið Perlan er nú á leið til Landeyjahafnar en Perlan beið af sér óveðrið í Þorlákshöfn. Ölduhæð er þó enn of mikil en öldudufl við Landeyjahöfn sýnir 1,6 metra ölduhæð. Hún fer hins vegar lækkandi en Perlan getur ekki dælt upp sandi og gosefnum nema 1,0 metra ölduhæð.