Ferðir Herjólfs kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjhöfn falla niður þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar.
Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína.
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45. Ferðir kl. 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falla niður.
Gera má ráð fyrir að veður og alda gangi niður í nótt og stefnir Herjólfur á að sigla til Landeyjahafnar á morgun skv. áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst