Yfir Vestmannaeyjum er nú grátt öskuský frá gosinu í Eyjafjallajökli. Öskufall er þó ekki mikið eins og er, vart mælanlegt en öskuskýið lagðist yfir Heimaey nú í morgunsárið. Klukkan 9:00 í morgun var NNA-átt í Eyjum en samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar á vindáttin að snúa sér meira til norður og jafnvel norðvesturs þegar líður á daginn.