Bæjarstjórnarkosningar fara fram 29. maí 2010 og ekki ólíklegt að flokkarnir fari að huga að framboðsmálum. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar voru þrír listar í framboði. Sjálfstæðisflokkur með D-lista, Frjálslyndi flokkurinn með F-lista og Vestmannaeyjalistinn með V- lista. Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihlutakosningu, fjóra menn og Vestmannaeyjalistinn þrjá en Frjálslyndi flokkurinn náði ekki inn manni.