Pæjumótið hófst í morgun
12. júní, 2014
Pæjumót ÍBV og TM hófst í morgun en keppendur voru að týnast til Vestmannaeyja í gær, miðvikudag. Dagskrá mótsins er með hefðbundu sniði, fyrstu leikirnir byrjuðu upp úr átta í morgun og verður leikið fram á kvöld í dag og á morgun. Mótinu lýkur svo með úrslitaleikjum um miðjan dag á laugardag en keppendur og gestir halda flestir heim á leið um kvöldið.
Einar Friðþjófsson er sem fyrr mótsstjóri Pæjumótsins en hann segir að mótið í ár sé það stærsta frá upphafi. �??�?átttakendur í ár eru um 800 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Mótið hefur gengið mjög vel undanfarin ár og ætli við séum ekki að fá góða umfjöllun. Svo þegar vel gengur, þá spyrst það út og ég held líka að styrkur mótsins felist í því að við erum eina mótið sem erum bara með einn flokk, 5. flokk. Svo er mótsstjórinn auðvitað alveg frábær,�?? sagði Einar og hló.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst