Páll Steingríms í Pálsstofu í hádeginu
10. október, 2013
Í hádeginu í dag, fimmtudag verður boðið upp á það sem kallað er Saga og súpa í Pálsstofu Sagnheima. Af þessu tilefni mun Páll Steingrímsson, Vestmannaeyingur, kenn­ari, myndlistarmaður, náttúruunn­- andi, kvikmyndajöfur og lífskúnstner deila hugrenningum sínum og lífsviðhorfum með gestum. Á degi íslenskrar náttúru, 16. september sl., hlaut Páll Jarðarberið, fjölmiðla­verðlaun Umhverfis�?? og auðlinda­ráðuneytisins og er hann vel að því kominn. Dagskráin hefst stundvís­lega kl. 12.00 með súpu og brauði og verður lokið kl. 13.00. Eru allir hjartanlega velkomnir.
�??�?g veit ekki hvernig þetta verður hjá mér. Á eftir að ræða það við Helgu,�?? sagði Páll og á þar við Helgu Hallbersdóttur, safnstjóra Sagnheima. �??�?g tala kannski um myndirnar mínar og svo datt mér í hug áðan að mæta með stuttan myndbút með músík. En þetta á allt eftir að koma í ljós,�?? sagði Páll í samtali við Eyjafréttir.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst