Jólahlaðborð Hallarinnar verður haldið föstudaginn 4. desember og að vanda verður hlaðborðið glæsilegt. Skemmtiatriðin verða heldur ekki af verri endanum en upphaflega átti Helgi Björnsson að syngja inn jólin fyrir veislugesti. Helgi forfallaðist hins vegar en varamaðurinn er ekki af verri endanum, flauelsbarkinn Páll Rósinkranz mun syngja jólalögin á jólahlaðborði Hallarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Höllinni sem má lesa hér að neðan.