Ein líkamsárás hefur verið kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en hún átti sér stað á Strembugötu aðfaranótt 6. september. Þar slógust tveir menn sem voru á heimleið eftir að hafa verið að skemmta sér í Höllinni en sparkað var í höfuð annars mannsins. Árásarmaðurinn var í kjölfarið handtekinn og sömuleiðis kona sem var í fylgd með árásarmanninum en hún hafði hindrað lögreglumenn við störf og veist að þeim.