ÍBV mun taka á móti FH í Pepsídeild karla á sunnudaginn. Í tengslum við leikinn mun Pepsí standa fyrir uppákomum vegna 100 ára afmælis Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Meðal annars mun útvarpsstjóri RÚV, Páll Magnússon setjast í heita sætið en ef vallargestir hitta í skífu, þá fær Páll vatnsgusu úr Pepsídósinni yfir sig. Auk þess verður boðið upp á knattþrautir fyrir yngri kynslóðina, Pepsí og Lay‘s snakk verður í boði Ölgerðarinnar og Peppi Pepsí verður á staðnum. Fjörið hefst klukkan 14:30 en sjálfur leikurinn klukkan 16:00.