Dýpkunarskipið Perlan kom við í Eyjum í nótt og er nú statt í Landeyjahöfn þar sem dýpkun hafnarinnar er hafin. Ekki hefur verið hægt að sigla upp í Landeyjahöfn síðan 28. september síðastliðinn en þá var Perlan biluð og komin í viðgerð í Hafnarfirði. Herjólfur hefur því síðustu vikur siglt til Þorlákshafnar en ekki liggur fyrir hversu lengi Perlan verður að opna höfnina að nýju.