Dæluskipið Perlan átti að taka þátt í dýpkunarframkvæmdum við Landeyjahöfn og lagði af stað frá Ísafirði á föstudaginn. Skipinu var hins vegar snúið við á laugardagsmorgun í Faxaflóa. „Það var mat okkar og Björgunar að Perlan gæti aðeins dýpkað í skamman tíma þar sem ölduspáin hafði versnað frá því á föstudeginum,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, hjá Siglingastofnun.