Afmælið verður í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar á Laugavegi 114 í Reykjavík, Hjálpartækjamiðstöðinni á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi og hjá umboðsmönnum Tryggingastofnunar á 24 skrifstofum sýslumanna á landinu.
Afmælisgjöf Tryggingastofnunar til þjóðarinnar, nýr upplýsinga- og þjónustuvefur á slóðinni www.tr.is, verður opnaður sama dag. Lögð hefur verið alúð við að gera nýja vefinn lifandi, aðgengilegan og greinargóðan með tilliti til mismunandi þarfa notenda.
Tryggingastofnun hefur í 70 ár annast framkvæmd þeirra laga sem öryggisnet íslensks velferðarsamfélags byggist á. Um 200 starfsmenn Tryggingastofnunar veita almenningi fjölbreytta þjónustu varðandi ellilífeyri, örorkulífeyri, sjúkratryggingar og slysatryggingar. �?ar er m.a. veitt aðstoð vegna hjálpartækja og niðurgreiðslu lyfja-, þjálfunar- og lækniskostnaðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst