Í samræmi við samþykkta sjávarútvegsstefnu Pírata og sérstaklega 5.gr þeirrar stefnu vilja Píratar á öllu landinu lýsa yfir stuðningi við strandveiðisjómenn og harma skerðingu kvóta strandveiðibáta. Jafnræðis við úthlutun kvóta til strandveiðisvæða er ekki gætt þegar úr honum er dregið á einum stað og hann aukinn annarsstaðar. Við hjá Pírötum viljum jafnframt undirstrika að atvinnufrelsi eru stjórnarskrárbundin réttindi og því styðjum við frjálsar handfæraveiðar.