Svo virðist sem lundapysjurnar séu að yfirgefa holurnar þessa dagana. Þær eru talsvert seinna á ferðinni en í meðalári en þær pysjur sem hafa verið vigtaðar og mældar á Fiskasafninu hafa verið í nokkuð góðu ástandi. Þær eru talsvert þyngri en pysjurnar sem voru að finnast í fyrra og ekki er mikið um dúnaðar pysjur. Ástandið virðist því vera betra en það var í fyrra og betra en óttast var.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst