Quarashi á �?jóðhátíð
10. apríl, 2014
Ein vinsælasta hljómsveit landsins á heimsvísu, Quarashi, hefur samþykkt að koma aftur saman fyrir eina tónleika í sumar. Staðfest hefur verið framkoma á �?jóðhátíð í Eyjum í tilefni af 140 ára afmæli hátíðarinnar. �?etta er í fyrsta sinn sem Quarashi kemur fram á �?jóðhátíð. Í tilkynningu kemur fram að á sínum tíma hafi Quarashi selt um 400 þúsund plötur á heimsvísu, auk þess sem sveitin hélt hundruði tónleika í fjórum heimsálfum og á þeim tíma hafi sveitin unnið og spilað með heimsþekktum sveitum og listamönnum, eins og Cypress Hill og Prodigy, Eminem, Guns and Roses, Weezer og fleirum.
�??Quarashi naut alla sína tíð einnig gífulegrar hylli á Íslandi, og hlaupa topplög sveitarinnar á tugum hérlendis. Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu og samtals nam sala á plötum Quarashi um 30 þúsund stykkjum hérlendis.
Á árunum 2000-2003 var sveitin á mála hjá Columbia Records og EMI Music í Bandaríkjunum. Frumraun þeirra á Bandaríkjamarkaði, Jinx, varð gríðarlega vinsæl eftir að lagið Stick Em Up fékk útgáfu þarlendis árið
2002. Myndband sveitarinnar við Stick Em Up var m.a. tilnefnt til MTV verðlaunanna sem besta myndbandið það árið. Sveitin eyddi lunganu af árunum 2000 – 2004 á tónleikaferðalagi um heiminn en mestum vinsældum áttu þeir að fagna í Bandaríkjunum og Japan þar sem þeir komu iðulega fram fyrir mörg þúsund manns.
Quarashi varð síðan fyrsta íslenska sveitin til þess að fylla Laugardalshöll með eigin tónleikum. Hún hætti svo störfum snemma árs 2005 eftir að platan Guerilla Disco hafði náð gulllplötu sölu á Íslandi og í Japan.
Allir fyrrum meginliðsmenn sveitarinnar munu taka þátt í endurkomunni undir styrkri stjórn upptökustjóra sveitarinnar, Sölva Blöndal.
Endurkoman samanstendur af Sölva Blöndal, Höskuldi �?lafssyni, Steinari Fjeldsted, �?mari “Swarez” Haukssyni og Agli “Tiny” Thorarensen koma allir saman fram með sveitinni. Glöggir menn muna eflaust eftir því að Egill tók við stöðu Höskuldar eftir skyndilegt fráhvarf hans árið 2003. �?essir fimm einstaklingar voru þeir einu sem gátu talist fastir liðsmenn Quarashi en auk þeirra kom fjöldi hljóðfæraleikara við sögu. Ekki hefur verið gengið frá því hvort eða hverjir fleiri komi fram með sveitinni á sviði í þetta skiptið.�??
Með fréttinni fylgir myndband með einu frægasta lagi sveitarinnar, Stick’em up.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst