Ráðherra heimsótti HSU
Hsu Heimsokn 2025 Stjr 2
Frá heimsókn heilbrigðisráðherra á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ljósmynd/Stjórnarráðið.

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra heimsótti í gær Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSU), kynnti sér starfsemina á ýmsum einingum stofnunarinnar, ræddi við starfsfólk og fundaði með stjórnendum. HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu í heilbrigðisumdæminu sem nær allt frá Þorlákshöfn í vestri, austur á Höfn í Hornafirði og sinnir auk þess sjúkraflutningum um allt Suðurland. Forstjóri stofnunarinnar er Díana Óskarsdóttir.

Íbúar í heilbrigðisumdæminu eru um 34.000. Á starfssvæði HSU eru níu heilsugæslustöðvar og sjúkrahúsþjónusta er rekin á tveimur stöðum, þ.e. á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Stofnun rekur einnig 145 hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, og við heilbrigðisstofnanirnar á Selfossi og í Eyjum. Við HSU starfa rúmlega 800 starfsmenn í um 550 stöðugildum.

Með ráðherra í för voru Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Ása Berglind Hjálmarsdóttir alþingismaður, Ragna Sigurðardóttir alþingismaður og læknir og Arnar Þór Ingólfsson, starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að ekki hafi skort umræðuefni á fundi ráðherra með stjórnendum, enda fjölbreytt og stór verkefni sem stofnunin sinnir með það meginmarkmið að veita íbúum heilbrigðisumdæmisins örugga og góða þjónustu. Það er viðvarandi verkefni stofnunarinnar að tryggja fullnægjandi mönnun á öllum sviðum starfseminnar. Um þetta var rætt og einnig um húsnæðismál stofnunarinnar þar sem úrbóta er þörf og áskoranir sem fylgja mikilli ferðamennsku í umdæminu sem óhjákvæmilega eykur álag og eftirspurn eftir þjónustu HSU. Síðast en ekki síst var rætt um ýmis gæða og þróunarverkefni sem stofnunin vinnur að, ekki síst til að sinna þjónustu við aldraða og langveika með sem bestum hætti.

Fjarvöktun og heimaspítali

Meðal nýjunga hjá HSU er fjarvöktun þar sem heilbrigðistækni er nýtt til að sinna eftirliti með einstaklingum í heimahúsum sem glíma við tiltekin heilsufarsvandamál. Viðkomandi framkvæma mælingarnar sjálfir með einföldum tækjabúnaði sem stofnunin útvegar, í stað þess að þeir þurfi að leggja land undir fót til að fara í nauðsynlegt eftirlit á heilbrigðisstofnun. Mælingarnar berast starfsfólki HSU sem fylgist með á skjá á starfsstöð sinni og bregst við ef eitthvað ber út af sem þarf að grípa inn í með ráðgjöf eða vitjun.

Í byrjun árs 2023 hófst þróunarverkefni um heimaspítala HSU þar se meginmarkmiðið er að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu þrátt fyrir veikindi, fækka innlögnum á sjúkrahús, stytta innlagnartíma og síðast en ekki síst að auka öryggi sjúklinga og bæta lífsgæði þeirra. Heimaspítalinn sinnir einstaklingum sem uppfylla ákveðin skilmerki um þörf þjónustuna sem felur í sér læknis- og hjúkrunarþjónustu í heimahús. Fjarvöktunin og heimspítalinn styðja að töluverðu leyti við sama sjúklingahópinn. Reynslan af báðum þessum verkefnum hefur verið góð og er stefnt að því að efla þau á komandi misserum.

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.