Páll Scheving, nýr formaður þjóðhátíðarnefndar er sáttur við hvernig til tókst á þjóðhátíð. Hann telur að Vestmannaeyingar geti vel tekið á móti fleiri þjóðhátíðargestum en ráðast þurfi í enn frekari úrbætur í Dalnum og minnir á að allur ágóði af þjóðhátíð rennur til íþróttastarfs á vegum ÍBV.