Rætt um gjaldskrárhækkun Herjólfs á Alþingi
22. janúar, 2007

Magnús sagði, að sig hefði rekið í rogastans þegar hann sá frétt um gjaldskrárhækkunina í blaðinu Fréttum í Eyjum. Sagði Magnús, að Herjólfur væri þjóðvegurinn til Vestmannaeyja og þess vegna hlytu svona álögur að vera varhugaverðar, ekki síst vegna þess, að Vestmanneyjar hefðu átt undir högg að sækja eins og fleiri sjávarbyggðir á undanförnum árum. Sagði Magnús, óskiljanlegt, að ríkisvaldið skuli ekki sýna meiri skilning á þessu, en raun bæri vitni.

Sturla Böðvarsson sagði að gripið hefði verið til margvíslegra úrræða að undanförnu til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar. �?annig hefði verið veittur styrkur til flugs milli lands og Eyja og sá sparnaður, sem náðst hefði fram með útboði á rekstri Herjólfs, hefði m.a. verið nýttur til að fjölga ferðum skipsins. �?annig hefði þjónustan verið stóraukin og bætt þótt æskilegt væri að ekki þyrfti að koma til verðhækkana. Sagðist Sturla treysta því að rekstaraðili gætti hófs í gjaldtöku.

www.mbl.is greindi frá.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst