Rafmagn fór af í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gær. Rafmagnsleysið varði í um 20�??30 mínútur. �?að voru líklegast margir að undirbúa kvöldmatinn eða undirbúa sig fyrir leik Frakklands og Portúgals, en rafmagnið komst á rétt fyrir leik.
Samkvæmt upplýsingum frá HS veitum stafaði rafmagnsleysið af bilun frá landi og voru díselvélar ræstar til að sjá íbúum fyrir rafmagni þar til lagfæring var yfirstaðin.