„Í gærmorgun sá ég á Facebook að Eyjamaðurinn Raggi Sjonna ætlaði að kynna dúfur sínar í Gæludýrabúðinni Fisko Kauptúni 3 í Garðabæ,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta sem var á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
„Raggi sem fyrir löngu er orðinn landsfrægur sem einn öflugasti dúfnabóndi landsins sýndi aðallega mismunandi liti í dúfunum og hvernig bréfadúfurnar skiluðu sér heim. Hringur á fótum þeirra virkar eins og segulrönd til að taka tímann sem þær voru að fljúga hverja leið.
Við Valgerður, dóttir mín litum við í Fiskó og ræddum við karlinn og ekki var áhugi unga fólksins minni en þess fullorðna. Raggi var kampakátur yfir leik ÍBV og Vals, sagði að svona úrslit væru til þess að lyfta deginum en nú frekar á flug. Áhugavert að sjá úrvalið hjá karlinum,“ segir Óskar Pétur sem lét þessar myndir fylgja með.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst