Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi verður gestur laugardagsfundar Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum. Fundurinn hefst klukkan 11:00 í húsnæði flokksins, Ásgarði en í fréttatilkynningu segir að orðið verði nokkuð laust enda nógu af taka í málefnum líðandi stundar.