Rannsaka íslenska sumargotsíld
27. október, 2020

Bjarni Sæmundsson hélt í árlegan haustleiðangur Hafrannsóknastofnunar í gærkvöldi frá þessu er greint í frétt á vef stofnunarinnar. Megintilgangur leiðangursins í ár er tvíþættur, langtímavöktun á ástandi sjávar umhverfis landið og bergmálsmælingar á íslenskri sumargotssíld. Eins verður fjölmörgum öðrum verkefnum sinnt.

Ástand sjávar
Gerðar verða mælingar á hitastigi, seltu og súrefni á fleiri en 70 stöðvum kringum landið á landgrunninu og utan þess. Sýnum til mælinga á næringarefnum og kolefniskerfi sjávar verður safnað á þrem stöðvum við Faxaflóa, Langanes og Stokksnes. Jafnframt verða gerðar mælingar með síritandi mælitækjum á siglingaleið skipsins.

Á Hornbanka er stefnt að því að leggja út neðansjávarlögn til þess að mæla innstreymi hlýsjávar inn á Norðurmið. Einnig verða nokkur rekdufl sett í sjóinn víðsvegar fyrir erlendan samstarfsaðila til að fylgjast með yfirborðsstraumum í Norður Atlantshafinu. Auk þessa er gert ráð fyrir að taka upp mælilagnir í Patreksfirði og Reyðarfirði sem hafa mælt súrefni við botn, strauma o.fl. í allt að 9 mánuði. Rannsóknirnar í fjörðunum eru þáttur í gagnaöflun vegna mats á burðarþoli þeirra m.t.t. fiskeldis.

Í fyrri hluta leiðangursins verður einnig gerð könnun á magni og útbreiðslu rækju á Skjálfanda og lagt verður út hlustunardufl djúpt út af Langanesi vegna rannsóknar á atferli andanefja og annarra hvala en það verkefni er á vegum vísindamanna við Háskóla Íslands.

Síldarmælingar
Á Reyðarfirði er gert ráð fyrir að skipta um rannsóknafólk. Seinni helmingur leiðangursins verður helgaður mælingum á íslenskri sumargotsíld, jafnframt mælingum á ástand sjávar sunnan lands. Meginmarkmið mælingarinnar á síld er að afla vitneskju um stærð, árgangaskipan og þróun á stofnstærð íslenska sumargotssíldarstofnsins með bergmálsmælingum og sýnatöku. Þá er ástand síldarinnar metið með tillit til Ichthyophonus sýkingar sem hefur herjað á stofninn síðan 2008. Svæðið sem síldarleiðangurinn nær yfir er breytilegt vegna breytilegra vetursetuslóða stofnsins. Undanfarin ár hafa þessar haustmælingar dekkað svæði sem nær allt frá Austurmiðum, með suðurströndinni og allt að Reykjanesi meðan að meginstofnshluti fyrir vestan land hefur verið mældur í mars. Líklegt er að sama verði uppi á teningnum í ár. Bergmálsmælingar á fullorðna hluta síldarstofnsins hafa farið fram á vetursetuslóðum hans árlega frá árinu 1973 og leggja þær, ásamt aflagögnum, grunn að stofnmati og veiðráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir sumargotssíld.

Samfara síldarleitinni verður gerð talning, skráning og myndataka á hvölum eins og aðstæður leyfa. Þessar rannsóknir eru m.a. liður í doktorsverkefni við Háskóla Íslands sem beinist að dreifingu og fæðuratferli háhyrninga.

Áætlað er að leiðangurinn vari í 24 daga og fylgjast má með gangi leiðangursins á skip.hafro.is.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.