Í sumar verða rannsakendur háyrninga á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar með aðstöðu í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið heitir The Icelandic Orcas research project og hófst það árið 2008. Megintilgangurinn með því er að læra meira um háhyrninga og hlutverk þeirra í vistkerfi hafsins. Þetta er fyrst langtíma rannsóknin með það að markmiði að fylgjast með háyrningum við strendur Íslands og skilja meira um hegðun þeirra og ógnir sem þeir kunna að standa frammi fyrir. Hægt er að fylgjast með rannsókninni á facebooksíðu verkefnisins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst