Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauðar viðvaranir á landinu öllu að Vestfjörðum undanskildum. Rauð viðvörun tekir gildi klukan 16.00 á Suðurlandi. Í viðvörunarorðum segir: Sunnan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.
Klakkun 20.00 til miðnættis tekur gildi appelsínugul viðvörun á Suðurlandi. Í nótt verður svo stund milli stríða en næsta viðvörun tekur gildi kl. 6 í fyrramálið. Sú er appelsínugul og klukkan 8 í fyrramálið tekur aftur við með rauðri viðvörun. Súi viðvörun verður til hádegis. Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst