Í upphafi árs er gaman að fara yfir hvernig frídagar ársins raðast niður. Í ár eru 12 rauðir dagar. Sumardagurinn fyrsti er í sömu viku og páskarnir og þá má nefna að jólafrídagarnir bera allir upp á virkum dögum í ár líkt og í fyrra.
Rauðir dagar 2025:
Nýársdagur, 1. janúar – miðvikudagur
Skírdagur, 17. apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 18. apríl – föstudagur
Annar í páskum, 21. apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl – fimmtudagur
Alþjóðlegur frídagur verkafólks, 1. maí – fimmtudagur
Uppstigningardagur, 29. maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 9. júní – mánudagur
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – þriðjudagur
Frídagur verslunarmanna, 4. ágúst – mánudagur
Aðfangadagur, 24. desember, miðvikudagur (frí frá hádegi)
Jóladagur, 25. desember – fimmtudagur
Annar í jólum, 26. desember, föstudagur
Gamlársdagur, 31. desember, miðvikudagur (frí frá hádegi)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst