Reglur og samþykktir Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Á fundi bæjarráðs þann 27. maí sl., fól bæjarráð þeim Helgu Kristínu Kolbeins, bæjarráðsfulltrúa, Angantý Einarssyni framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Ásgeiri Elíassyni, lögfræðingi, að ljúka við reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Vestmannaeyjabæjar og samþykkt um kjör fulltrúa Vestmannaeyjabæjar vegna nefnda, ráða, stjórna, funda og ráðstefna. Hópurinn hefur hist og unnið í reglunum og samþykktinni, en auk þess að reglum um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlanir. Lagði hópurinn áherslu á að ljúka reglum um birtingu gagna og viðauka, en óska eftir viðbótartíma til þess að ljúka við samþykkt um kjör fulltrúa Vestmannaeyja í nefndum, ráðum og stjórnum.
Því liggja fyrir drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Vestmannaeyjabæjar og drög að reglum um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlanir Vestmannaeyjabæjar.
Starfshópur um íbúalýðræði
Þann 14. október sl., samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarráði að móta verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði, íbúafundi og íbúakosningar. Til þess að móta þessa vinnu er gerð tillaga að skipan starfshóps sem hafi það hlutverk að móta umrætt verklag um íbúalýðræði. Bæjarráð skipar þau Njál Ragnarsson og Helgu Kristínu Kolbeins bæjarráðsfulltrúa í starfshóp um mótun verklags um íbúalýðræði. Með hópnum starfar Ásgeir Elíasson, lögfræðingur á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja.
Reglur varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Vestmannaeyja – lokaeintak.pdf
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst