Í forsendum fyrir fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar árið 2011 sem var til umræðu í bæjarráði í gær, er gert ráð fyrir a.m.k. 15 prósent samdrætti í útvarstekjum bæjarins. „Þar ræður mestu sú staðreynd að pólitísk óvissa í sjávarútvegsmálum hefur dregið verulega úr þeim miklu sóknarfærum sem sú atvinnugrein gæti annars nýtt sér. Á meðan að yfir útgerðum og þar með landsbyggðinni vofir hótun um fyrningu aflaheimilda mun atvinnugreinin ekki dafna heldur búa við samdrátt. Útgerðir og vinnslur halda í auknum mæli að sér höndum í framkvæmdum, og öllu öðru sem ýtir undir hagvöxt og virðisauka í greininni.“