Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær, fjárhagslega aðkomu sína að endurbyggingu skipalyftunnar, sem hrundi fyrir þremur árum. Áætlaður kostnaður við endurbygginguna er talin verða á milli 250 og 300 milljónir króna. Mun bæjarsjóður kosta allt að 50% en þó eigi meira en 150 milljónir króna. Mismunurinn verður greiddur af hafnarsjóðí Vestmannaeyja