Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er staðráðinn í að sjá leik Íslands og Englands á EM í Nice annað kvöld, þrátt fyrir að Fylkir eigi leik í Pepsi-deildinni á þriðjudagskvöld. �?etta skrifar Hermann í pistli í Daily Mail í dag. Hermann fór til Frakklands í riðlakeppninni til að styðja við íslenska landsliðið en segist ekki hafa gert ráð fyrir því að fara aftur til Frakklands á þessum tímapunkti. �??�?g var ekki með neinar áætlanir um að fara til Frakklands þar sem ég er núna þjálfari Fylkis í efstu deild, en reynið bara að koma í veg fyrir að ég fari til Nice núna!�?? skrifaði Hermann í Daily Mail.
�??Við eigum leik á þriðjudaginn [gegn Víkingi R.] �?? hérna er tímabilið spilað á sumrin �?? og bæði lið eru í þessum skrifuðu orðum að gera allt sem þau geta til að fá leiknum frestað svo að við getum bæst í hóp 30.000 landa okkar og horft á þetta ævintýri með berum augum,�?? skrifaði Hermann.
Hermann, sem lék í 15 ár í Englandi, segir Englendingum frá því að Íslendingar elski hreinlega enska boltann og því sé enn skemmtilegra fyrir íslenska þjóð að mæta Englandi í 16-liða úrslitum á EM.