Fyrir liðlega ári reyndi þáverandi meirihluti í Árborg að koma á niðurgreiddum strætóferðum til Reykjavíkur. Málið strandaði þá í samgönguráðuneytinu vegna þess að ráðherra neitaði að veita sveitarfélaginu undanþágu frá sérleyfislögum, sem ná líka yfir samgöngur innan sveitarfélagsins.
Meirihlutinn vonast til að ráðherra taki jákvæðari afstöðu til málsins nú, sérstaklega með tilliti til þess hve vel sambærilegar samgöngur hafa reynst á Akranesi. Ennfremur skrifaði samgönguráðherra þann 27. apríl á þessu ári undir yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að efla almenningasamgöngur á landinu.
�?Daglega ferðast á annað þúsund manns í báðar áttir yfir Hellisheiðina ýmist til að sækja vinnu eða nám. Almenningssamgöngur eru því gríðarlegt hagsmunamál fyrir íbúa sveitarfélagsins. Með minnkandi umferð er einnig hægt að draga úr bæði mengun og tíðni umferðarslysa,�? sagði �?orvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, í samtali við Sunnlenska.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst