Fjórir af sjö nemendum, sem útskrifuðust frá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, komu frá Eyjum. Það voru þeir Arnar Richardsson, Brynjar Guðmundsson, Sigmar Gíslason og Valgarð Jónsson sem allir luku námi í útvegsrekstrarfræði og rekstrarfræði. Útskriftin var 23. janúar og útskrifuðust þeir frá tækniakademíu Tækniskólans.