Ríkisútvarpið er þessa dagana að koma upp útsendingaraðstöðu í húsakynnum Eyjasýnar ehf. við Strandveg, en ætlunin er að auka fréttaflutning frá Vestmannaeyjum. Auk þess er stefnt að því að ýmislegt efni, sem ekki tengist Eyjum sérstaklega, verði unnið hér og fastir þættir útvarpsins verði í meira mæli sendir út frá Eyjum. Linkur verður settur upp á Klifinu og mun allt efni sem sent verður út frá Suðurlandi, fara í gegnum hann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst