Alvarleg staða vegna djúpstæðrar óánægju kennara með kjör sín sem er bein afleiðing af lagasetningu ríkisstjórnarinnar á verkfall kennara fyrir tveimur árum.
Ríkisstjórnin rak kennara hundóánægða til starfa og nú blasa hóp uppsagnir við komi ekki til verulega breytt staða.
Menntamálaráðerherra kom ekki til umræðunnar. Sagðist ekki komast af hátíð út af vígslu húss í MH fyrr en hálftíma eftir að umræðu lauk. Geir mætti. Sagði fátt. Reyndar ekki annað en að honum kæmi þetta ekki við.
Skilaði auðu. Sjálfur forsætisráðherrann. Kemur ekki við þó að skólastarfi sé teflt í óvissu og uppnám. �?eim kom málið við þegar þeir settu lögin. Ekki nú þegar óþægileg og alvarleg staða er uppi.
Mikill metnaður það hjá ríkisvaldinu fyrir hönd íslenskra skóla.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst