Ríkharður Jón Stefánsson Zöega er með kröftugri mönnum. Kokkur á Bergey VE, nú Bergi VE og ekki á því að hætta á næstunni þrátt fyrir árin 63. Tvisvar fengið gula spjaldið og einu sinni var stutt í það rauða en var bjargað á hjartadeild Landspítalans. Virkur í félagsstarfi, málar og sinnir barnabörnunum í inniverum, ein aðaldriffjöðrin í Sjómannadagsráði, alltaf tilbúinn að hjálpa og vinnur að því að koma upp minnismerki um drukknaða sjómenn frá Eyjum. Og enginn segir heldur nei þegar Rikki biður um pening til að klára það sem hann er með á prjónunum.“ segir í viðtali sem má sjá í heild sinni inn á 200 mílum á mbl.is.
Rikki hefur víða látið til sín taka eins og kemur fram í viðtalinu og hann er hvergi hættur. Er ein helsta driffjöður Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja. Er allt árið að spá í hvað megi gera til gera sjómannadagshátíðina sem glæsilegasta og lætur verkin tala. „Ég byrjaði fyrir 20 árum. Við gerum ýmislegt til að létta okkur undirbúninginn. Vinnum mest sjálfir og tekjur höfum við af merkjasölu og Sjómannadagsblaðinu sem er stórglæsilegt. Blaðinu er dreift frítt í öll hús í Eyjum og einhver blöð fara upp á land. Allt unnið í sjálfboðaliðsvinnu.“
Mynd: Rikki og Óðinn Guðmundsson, samherjar í sjómannadagsráði. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Sjá nánar á mbl.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst