Ein vinsælasta hljómsveit allra tíma á Íslandi, Todmobile ætlar að hleypa lífi í Höllina og mun hljómsveitin spila á balli þar annað kvöld, laugardaginn 13. febrúar og er ekki út vegi að Eyjamenn fjölmenni á ball í kvöld svona rétt áður en loðnuvertíðin hefst af fullum þunga. Koma sveitarinnar síðasta haust vakti mikla lukku og ekki verður fjörið minna núna.