Rithöfundurinn Embla Bachmann verður á Bókasafni Vestmannaeyja laugardaginn 1. nóvember, kl 11:00 og kynnir nýja bók sína.
Embla hefur á skömmum tíma orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Fyrsta bók hennar, Stelpur stranglega bannaðar, sló rækilega í gegn og hlaut mikið lof frá bæði lesendum og gagnrýnendum. Nú er Embla komin með nýja bók, Paradísareyjuna, spennusögu um dularfulla eyju, enn dularfyllri íbúa og dónalega gesti.
Bókin verður til sölu á staðnum og gefst gestum tækifæri til að hitta höfundinn, spyrja spurninga og fá eintak af bókinni áritaðri.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst