Um kvöldmatarleitið í gær barst beiðni um aðstoð þar sem bíll hafði runnið ofan í gil norðan Rauðafells. Par sem var í bílnum slapp ómeitt en bíllinn skemmdist. þau þurftu að labba í 1 1/2 tíma í leiðindaveðri til að komast í símasamband. Björgunasveitin Ingunn brást skjótt við og um níuleitið var bæði búið að bjarga parinu og bílnum og koma til byggða. Klukkan 23:30 barst svo annað útkall frá mönnum sem sátu fastir í tveimur bílum í krapa og drullu á Rótarsandi sem er á svipuðum slóðum og fyrra útkallið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst