Rólegt hjá lögreglunni í vikunni
14. desember, 2009
Eins og í síðustu viku þá var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og ekkert sem upp kom sem telst til stórtíðinda. Eins og fram kom í sl. viku þá hefur lögreglan verið með sérstakt umferðareftirlit í samstarfi við Ríkislögreglustjórann og Vegagerðina og var töluverður fjöldi ökutækja stöðvaður við eftirlitið. Einhverjir ökumenn fengu kærur vegna brota á umferðarlögum. Meirihluti þeirra ökumanna sem haft var tal af voru til fyrirmyndar og þurfti lögregla ekki að gera athugasemdir við hegðun þeirra í umferðinni.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst