“�?etta var bara ótrúlega skemmtilegt og rosalega gaman í gærkvöldi,” sagði Birkir þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans en þá var hann og félagar hans í landsliðinu á leið til Dortmund þar sem milliriðill Íslands fer fram.
“�?að hefur einkennt okkur svolítið að vera upp og niður í okkar leik. �?g held að við höfum ekki getað komist neðar en gegn �?kraínu og svo náum við toppleik gegn Frökkum þannig að sveiflurnar eru miklar. �?að er eitthvað sem við verðum að laga, minnka sveiflurnar og ná stöðuleika í okkar leik. En nú er þessi leikur að baki og næsta verkefni tekur við. Sigurinn gegn Frökkum hjálpar okkur ekkert í milliriðlinum. Við fögnuðum honum í gær en erum núna komnir í undirbúning fyrir næsta leik.”
Nú var markvarslan á heimsmælikvarða í þessum leik, hvað breyttist?
“Vörnin gegn �?kraínu var ekki góð, sérstaklega ekki í seinni hálfleik. �?g reyndar spilaði ekki þann leik þannig að það er erfitt fyrir mig að meta hvað breyttist. Vörnin gegn Frökkum var mjög góð og þá fær maður fyrirsjánlegri skot. En ég fann mig mjög vel í leiknum eins og félagar mínir í íslenska liðinu,” sagði Birkir að lokum.
�?ess má svo til gamans geta að Birkir Ívar er ekki eini Eyjamaðurinn í íslenska landsliðshópnum því Björgvin Eyjólfsson, sjúkraþjálfari er með íslenska liðinu eins og á EM fyrir ári síðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst