Rosknir Eyjamenn vilja borga sinn skatt
19. desember, 2014
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í vikunni að fella niður fasteignagjöld hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og undanfarin ár. �?ó er gerð sú breyting að nú þurfa eldri borgarar að sækja sérstaklega en rosknir Eyjamenn hafa nokkuð oft óskað eftir því að fá að greiða þennan skatt.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, segir í samtali við fréttastofu að bæjaryfirvöld hafi síðan fyrirkomulagið var tekið upp fengið talsvert margar ábendingar frá eldri borgurum sem vilji afþakka þessa niðurfellingu. �??�?eir telja sig einfaldlega hafa fulla burði og getu til að borga sinn skatt. �?ess vegna tókum við þá ákvörðun að breyta verklaginu. Nú þarf að sækja um þetta sérstaklega og þá geta þeir sem vilja borga skatta borgað þá áfram,�?? segir Elliði.
Elliði kveðst ekki hafa nákvæma tölu yfir það hversu margir hafi �??kvartað�?? undan afslættinum – þetta sé alltaf þó nokkrar ábendingar á ári hverju. �??�?essir íbúar telji sig ekki þurfa á þessum afslætti að halda.�??
Elliði segir að með því að fella niður gjöld á eldri borgara sé þessum hópi gert kleift að búa lengur heima. Hann bendir jafnframt á að það sé hagkvæmara fyrir sveitarfélagið að eldri borgarar búi í sínu eigin húsnæði. �??Og á meðan við höfum tækifæri til að þá reikna ég með að við höldum þessu áfram.�??
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst