�?Mikil er trú þín�? stendur einhverstaðar. Ef Bakkafjara fer í gang er hægt að afskrifa jarðgöng næstu áratugina, því miður. �?eir sem taka ákvörðun um Bakkafjöruhöfn munu ekki ljá máls á jarðgöngum þó svo að það komi fljótlega í ljós að höfnin þar fyllist stanslaust af sandi og að sigling þangað sé illfær nema í góðu, stórhættuleg og frátafir miklar. Embættismenn og pólitíkusar viðurkenna ekki mistök sín. �?eir munu því sjá til að þess endalaust verði mokað fjármunum í Bakkafjörudæmið, þó vonlaust sé.
�?að sem þarf að gera, er eins og Karl Gauti segir, að stórbæta leiðina til �?orlákshafnar strax, hvort heldur það verði gert með einu stóru skipi og hraðskreiðu eða öðru skipi sem siglir á móti Herjólfi.
Karl Gauti segir, eins og nánast allir hér í Eyjum, að jarðgöng sé fyrsti og besti kosturinn fyrir Vestmannaeyjar til allrar framtíðar. Hvers vegna skal þá taka ákvörðun um einhvern annan og lakari kost og fresta þeim besta nánast til eilífðar.
Kv. Guðmundur H. Guðjónsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst