„Mig langar að þakka fyrirtækjunum hér í Eyjum og þeim sem tóku þátt í gamlársgöngu og hlaupinu fyrir stuðninginn,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir sem kom hlaupinu af stað eftir Kóf og brjálað veður í fyrra.
Hlaupið – gangan var árlegur viðburður á gamlársdag fram að kófi og tóku um 100 manns þátt árið 2019 en nú voru þeir 53. Byrjað var við Höfðaból og fóru hlaupararnir sem leið lá um Hamarinn en göngufólkið fór Höfðaveginn. Markið var við Tangann þar sem boðið var upp á ljúffenga súpu og heita sem var vel þegin í kuldanum.
„Ég vil þakka stjórn Eyjarósar, Krabbavörn í Vestmannaeyjum fyrir að mæta á Tangann og aðstoða mig við veitingarnar. Án ykkar allra væri þetta ekki árlegur viðburður. Alls söfnuðust 1.315.300 krónur í ár sem renna óskiptar til Krabbavarnar. Ef þig langar að styrkja Krabbavörn er reikningurinn 582 14 350050 kt. 651090-2029,“ sagði Hafdís sem tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
Á myndunum er fólk að gæða sér á súpunni á Tanganum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst