Rúmlega 20 þúsund íbúar í Hveragerði og Árborg eftir 10 ár
16. maí, 2007

Fjölmenni var á fundinum þar sem Bárður Guðmundsson, byggingafulltrúi í Árborg, Guðmundur Baldursson, bæjartæknifræðingur í Hveragerði, og Steindór Guðmundsson, fasteignasali, fóru yfir skipulags- og fasteignamál í bæjunum tveimur.

Fjölgun íbúa í þessum tveimur sveitarfélögum hefur verið umtalsvert meiri en landsmeðaltal á síðustu árum. Miðað við sambærilega fjölgun á næstu árum má reikna með að íbúar Árborgar verði um 18 þúsund eftir 10 ár og um 22 þúsund árið 2025. Í Hveragerði er áætlað að íbúafjölgun geti numið um 4000 á næstu 10 árum og íbúar verði um 6.300 manns árið 2017 og um 10.000 manns árið 2030.

Margt fróðlegt kom fram í máli Bárðar, Guðmundar og Steindórs. Veruleg bjartsýni virðist ríkja á meðal þeirra aðila sem eiga lönd og lóðir í bæjunum tveimur. Ljóst er að lóðir sem nú hafa verið skipulagðar eða eru nú í skipulagsvinnu, munu svara eftirspurn um mörg komandi ár.

Steindór sagði m.a. að fasteignasala undanfarið hafi verið mjög góð og m.a. seldust mun fleiri eignir á svæðinu í desember sl. en bæði á Akranesi og Akureyri.

Fundarmenn voru ánægðir með þetta framtak bankans, en þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem Landsbankinn á Selfossi stendur fyrir kynningar- og fræðslufundi sem þessum. �?Bankinn hefur komið að fjármögnun fjölmargra verkefna á svæðinu á undanförnum árum og telur það því skyldu sína að upplýsa um stöðu þessara mála og fá umræður um þau,�? segir Ágústa �?. Sigurðardóttir, sérfræðingur, hjá Landsbankanum.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst