Lögð var fyrir bæjarráð í gær til upplýsingar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets fyrir árin 2020-2029. Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útbúa umsögn sem byggð er á umræðum bæjarráðs um málið á þá leið að Landsnet flýti áformum sínum þannig að Vestmannaeyjar komist í N-1 afhendingu á raforku. Það verði gert með því að leggja nýjan sæstreng VM4 til að leisa af hólmi þann gamla sem telst kominn á tíma og setja þá framkvæmd á framkvæmdaáætlun fyrir næstu ár.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst