�?að er óþarfi að kynna Sævar �?ór Gíslason fyrir stuðningsmönnum okkar en hann gerði hér garðinn frægan seint á síðustu öld. Sævar �?ór lék með okkur Selfyssingum árin 1995-1997. Árið 1995 skoraði Sævar 11 mörk í 2.deildinni en það var okkar fyrsta atlaga að 1.deildarsætinu. Árið eftir skoraði hann 16 mörk og kvaddi svo Selfoss árið 1997 með 19 mörkum og varð það árið markahæsti maður 2.deildar.
Sævar hefur spilað með Fylkismönnum frá árinu 2000 og skorað 48 mörk með þeim í 119 leikjum í efstu deild karla og Visa-bikar. Árin 2001-2002 lék Sævar 7 A-landsleiki en hann lék með ÍR-ingum árin 1998 og 1999. Sævar mun vafalaust með reynslu sinni miðla til yngri leikmanna inná vellinum og hjálpa til við að koma Selfoss á þann stall sem félaginu ber að vera. Samningur Sævars er til tveggja ára og binda Stuðningsmenn miklar vonir við þessa kærkomnu endurkomu.
Frétt frá UMF Selfoss.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst