Hrundið hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem mótmælt er fyrirhugaðri röskun við gerð listaverks á Eldfelli. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samið við Stúdó Ólafs Elíassonar um gerð listaverks í tilefni af 50 ára goslokaafmæli.
„Við undirrituð mótmælum fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli.”
Segir orðrétt í textanum á vefnum Ísland.is. Þegar þessi frétt er skrifuð um kl. 20.30 hafa 124 skrifað undir. Hér má fara á síðuna.
Erfiðlega hefur gengið að fá allar upplýsingar frá bæjaryfirvöldum upp á borðið í þessu máli og hefur til að mynda Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallað eftir svörum varðandi kostnað við verkefnið. Einnig benti ritstjóri Eyjafrétta á að ekki fengjust allar upplýsingar um samning Vestmannaeyjabæjar við listamanninn, meðal annars um kostnað við verkið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst