Undirskriftalistar hafa legið frammi í verslunum í bænum undanfarna daga en þar er fólk hvatt til að skrifa undir mótmæli við fyrirhugaðri byggingu hótels í Hásteinsgryfjunni. Í formála undirskriftalistans er farið yfir helstu rökin fyrir því að þar eigi ekki að rísa hótelbygging og ítrekað að ekki sé verið að mótmæla byggingu hótels, heldur staðsetningunni. Undirskriftalistarnir liggja fyrir í Vöruvali, á Bókasafninu, í verslunum Pennans, Axel Ó og Skýlinu. Þá skrifar Telma Magnúsdóttir ferðamálafræðingur grein í Fréttir í dag um málið. Formála undirskriftalistans má sjá hér að neðan.